Síðustu möndlukartöflurnar teknar upp

Það er alveg ljóst, veturinn er kominn, ég hélt lengi að haustið myndi vara fram til jóla. Í þeirri von geymdi ég að taka upp eitt kartöflugras útí garði sem ég myndi síðan taka upp á Þorláksmessu til að fá splúnkunýjar kartöflur að borða með kæstu skötunni. Það var svo spennandi tilhugsun að geta borðað nýjar kartöflur með gamalli skötu.

En í gær sá ég að nú gæti ég ekki beðið lengur, búið að snjóa og frysta og ekki takandi sú áhætta að kartöflurnar frysu. Þetta eru nefnilega ekki bara venjulegar kartöflur heldur ekta sænskar möndlukartöflur, hið mesta hnossgæti og þykja ómissandi með þjóðlegum réttum eins og surstömming og lutfisk. Uppskeran var bara nokkuð góð hjá mér 9 meðalstórar kartöflur, mátulegt í eina máltíð.

Möndlukartöflur eru nokkuð sér á parti, þær eru mjög eftirsóttar í Skandínavíu og seljast töluvert dýrara en aðrar. Ástæðan fyrir þessu háa verði liggur bæði í vinsældum hennar og þess að hún gefur nokkuð minni uppskeru en aðrar algengar kartöflur. Þær þykja mjölmiklar, bragðgóðar, fallegar í útliti og ómissandi með bæði þjóðlegum- og jólamat. Þær eru nokkuð frábrugðnar öðrum kartöflum að því leiti að þær þurfa styttri suðu og springa illilega ef soðnar of lengi. Þær má ekki sjóða í meira en 10-15 mínútur breytilegt eftir stærð. Þetta er auðvitað alveg kjörin sparnaðarleið nú í kreppunni að rækta kartöflur sem þurfa styttri suðu og spara þannig rafmagn. Kannski liggur grunnurinn að vinsældum hennar í þessu hjá okkar sparsömu grönnum.

Möndlukartafla

Fyrir þá sem hafa áhuga á að rækta möndlukartöflur vil ég benda viðkomandi á að félagar í Matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands hafa skipst á útsæði af ýmsum kartöfluyrkjum og þar á meðal möndlunni, svo það er bara að ganga í klúbbinn. http://gardurinn.is

Óg svo áður en kartaflan er sett ofaní pottinn er upplagt að skoða hvernig skal sjóða og matreiða möndluna: http://www.bama.no/eway/default.aspx?pid=241&trg=Content_6140&Main_4489=6177:0:10,2683&Content_6140=6178:0:10,2902


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband