10.11.2011 | 10:35
Óstjórnlegur trjáræktaráhugi borgarstjóra
Það er ekki hægt að segja annað en að óstjórnlegur trjáræktaráhugi hefur gripið borgarstjóra, svo mikill að nú verða eldri tré að víkja til að koma að nýjum. það er í sjálfu sér í lagi að skipta út nokkrum öspum ef það sem kemur í staðin sé þess virði. En ætli hóf í þessu sem öðru sé ekki affararsælast. Það er alveg ljóst að það tekur hin nýju tré nokkurn tíma að ná viðlíka hæð og aspirnar sem verið er að fjarlægja hafa þegar náð, vonandi verða plönturnar sem koma í staðin ekki of mikil kríli. Annars er öspin ágætis tré þ
ótt hún geti verið svolítið aðgangshörð og vil ég halda uppi vörnum fyrir hana. Það eru einnig til mörg yrki af alaskaösp, það sem fagmennirnir í daglegu tala um sem klóna, þeir geta verið mismunandi í vaxtarlagi, háir grannir, lágar og breiðar jafnvel grannar og lágar, svolítið eins og mannfólkið. Aspirnar sem stóðu við ráðhúsið og Vonarstræti eru af gerðinni háar og grannar, líklega klónarnir ´Súla´,´Jóra´ eða ´Salka´, í raun svolitlar brussur og passa vel í stórgerðara umhverfi, það væri t.d. upplagt að gróðursetja svolítið af þeim við háhýsin sem risu í gróðærinu, svona aðeins til að draga húsin niður í skala við okkur mennina. Þær gætu líka bætt aðeins úr skjólleysinu sem þessi hús valda og gera víða illmögulegt að ferðast hjá.
Hér á bloggsíðunni minni er grein sem ég skrifaði síðasta vetur um tré í borg. Vil svo minna á í lokin, það tekur einungis örstutta stund að saga niður tré sem hefur vaxið í hundrað ár, hugsum áður en við sögum, bæði við og sólin getum fært okkur en trén ekki, eitt skref til hægri og þú ert komin í sólina.
Á myndinni sést falleg ösp ásamt sýrenu ´Villa Nóva´
Taka aspir niður við ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að fylgjast grannt með því hvernig nýju trén borgarstjórans standa sig!
Halldór Sverrisson, 14.11.2011 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.