3.2.2009 | 11:23
Mannleg framtíð og hollt heimafengið grænmeti
Það er sorglegt hvernig virðist vera að fara fyrir íslenskri ylrækt á grænmeti og blómum og ömurlegt að ríkisvaldið hafi ekki getað stutt betur við þessa iðngrein sem á sínum tíma stóð fyrir uppbyggingu heilu bæjanna. Það má benda á fjölmarga bæi sem byggðust upp í kringum gróðurhúsaræktunina, Hveragerði, Flúðir, Laugarás, Reykholt, Kleppjárnsreykir og fleiri. Íslendingar með alla sína ódýru orku í formi heits vatns og rafmagns og hugvit virðast ekki ætla að geta haldið áfram því frábæra starfi sem þeir garðyrkjumenn sem byggðu upp iðnaðinn í áðurnefndum bæjum og víðar hófu. Hversu mikið er rafmagnið í stóriðjuna niðurgreitt á kostnað okkar og komandi kynslóða?
Úr matjurtagarðinum í Grasagarðinum í Laugardal/ mynd Samson Bjarnar Harðarson
Á krepputímum og með hugsanlegri breytingu á markaðkerfi og óstjórnlegum flutningi á vörum um langan veg milli landa (sem byggir á (stríðsrekstri) niðurgreiddri olíu frá Írak og víðar) mætti nú aftur efla þennan atvinnuveg hér. Það er ólíkt minni fjárfesting en í heilu álverunum, sem samkvæmt grein Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra í mogganum í dag, eru ekki að gefa allt of mikið að sér fyrir þjóðarbúið. Það mætti líka segja mér að meiri raunveruleg lífsgæði og menning fylgi aukinni garðyrkju heldur en álframleiðsla sem að því virðist fer mest í bjór og gosdósir í Bandaríkjunum m.a. vegna þess að þær eru ekki endurunnar. Það er heldur ekki úr vegi að hægt sé að flytja út grænmeti og blóm til Evrópu, landrými þar fer minnkandi og framleiðsla í sumum "ódýru" löndunum byggir aðallega á arðráni á fólki og náttúru s.s. gríðarleg ræktun á Spáni, þar sem notast er við innflutt vinnuafl, vatn sem er af skornum skammti og eitur af öllu tagi.
Garðyrkjan er hluti af Nýja Íslandi
Aðför ríkisins að íslenskri garðyrkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Athugasemdir
Þessu er ég svo sannarlega sammála. Það er um að gera að efla innlenda ræktun með öllum ráðum og styðja við þessa stórmerkilegu atvinnugrein sem ylræktunin er. Við þurfum að vera okkur sjálfum næg á sem flestum sviðum.
, 3.2.2009 kl. 11:29
Já ég tel að það sé mikið til þess vinnandi að auka ræktun hér heima, fleiri störf, hentar vel fyrir einstakleinga sem vilja vera með sinn eiginn rektur og svo mætti alveg skoða þetta í stærri skal.
Samson Bjarnar Harðarson, 3.2.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.