Hallargarðurinn er tvíburi

Það er frábært framtak að stofna til hollvinasamtaka Hallargarðsins, ég ætla klárlega að vera meðlimur.  Mér hefur lengi verið umhugað um þennan garð eins og fleiri lystigarða bæði í Reykjavík sem og víðar. Endurgerð garðsins í upprunalegri mynd styð ég eindregið, það er reyndar svo að það er tiltölulega auðvelt enda er garðurinn í grunnatriðum í sínu upprunalega formi, vantar helst gosbrunninn og steinhæðina.

Það er mikil skammsýni ef að menn fara að selja eða eyðileggja skrúðgarða bæjarins fyrir bæjarbúum útaf einhverjum stundarhagsmunum.  Það vill gleymast að skrúðgarðar geta einnig verið menningarverðmæti eins og gömul hús.

Ég hef skrifað um Hallargarðinn og fleiri skrúðgarða á opinberum vettvangi, grein um Hallargarðinn og tvíburabróður hans Austurvöll á Ísafirði sem einnig hefur verið ógnað, greinarnar má nálgast hér.

 


mbl.is Hollvinasamtök Hallargarðsins stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurnídd hús bjóða upp á íkveikju - hvað segir borgarstjóri

Það er ekki skrítið að niðurnídd hús verði fyrir íkveikju, þau bjóða upp á það. Það er efalaust eigendunum ekkert á móti skapi að kveikt sé í húsum sem þeir vilja rífa. Þetta er að verða til skammar hvernig mál eru á Laugarveginum og víðar, allt fullt af grotnandi húsum. Það væri gaman að heyra frá borgarstjóra varðandi stöðu gamalla grotnandi húsa í miðbænum. Nóg var við haft við að kaupa húsin á Laugarvegi 2-4.
mbl.is Grunur um íkveikju í Sirkushúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grotnandi Laugavegur

Það er athyglisverð grein sem Ólafur Þórðarson arkitekt skrifar á bloggsíðu sinni http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/481123/ þar sem hann fjallar um hvernig braskarar halda húsum og lóðum á Laugaveginum í gíslingu. Á meðan grotna húsin niður, eða eru hreinlega rifin og gapandi sárin skilin eftir.
Það er ömurlegt að fjárbraskarar geti leikið sér á þennan hátt að örlögum Laugavegar alveg skeytingalausir um framtíð hans. Enn eitt dæmið um græðgisvæðinguna eða hvað?  Það hlýtur að vera í valdi borgarstjórnar að gera eitthvað í þessum málum, ber mönnum ekki skilda að halda eignum sínum við og trygga að þær séu ekki til óþæginda eða slysahættu fyrir samborgara sína? . Þetta er vítahringur sem verður að brjóta.

Spurning hvað við fólkið getum gert, gerast hústökufólk til að halda húsunum lifandi?  Það gæti hreyft við einhverju. Kannski að unga fólkið sem sumt hvert er að bugast af greiðslubyrði gæti nýtt sér þessi hús.........

Það er þó eitt sem við getum gert til að auka veg og vanda Laugavegarins, að nota hann--USE IT OR LOOSE iT!!

Torgið við Hljómalind  Litli garðurinn við hliðina á Hljómalind er með sínum ljómandi fallegu reynitrjám einn af fáum grænum blettum við annars gráann Laugarveg. Þetta á nú allt að hverfa og er þegar farið að rífa Sirkus sem er þarna á bakvið. Þetta er frábær sólrikur staður sem færi vel á að gera að gera upp sem lifandi torg þar sem hægt væri að servera kaffi utandyra á sólrí,kum stöðum og jafnvel koma upp útimarkaði eins og stundum hefur verið gert.  

Sjáumst á Laugaveginum


Ekki sjálfsagt að rífa Sirkus

Húsið sem skemmtistaðurinn Sirkus er í auk hús Hljómalindar og litla garðtorgið sem snýr að Laugarvegi er klárlega verðmætt svæði eins og það er í dag og óverjandi að rífa það sísvona...má ekki reyna að samtvinna gamalt og nýtt eins og ég legg til í bloggfærslu frá því fyrr í dag.
mbl.is Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus, Hljómalind og litla græna lungað

Á að eyðileggja eitt skemmtilegasta götuhorn Laugarvegar?

Hornið við Laugarveg og Klappastíg er að mínu mati með skemmtilegusta stöðum á Laugarveginum með Sirkus og Hljómalind á aðra hönd, Kínahúsið á hina og þetta yndislega litla garðtorg þar á milli.

Þetta er eini opni græni bletturinn á neðanverðum Laugarvegi, lítið grænt lunga, þar sem á góðviðrisdögum er þó nokkurt mannlíf, jafnvel útimarkaður stöku sinnum. Á að eyðileggja þessa fallegu þorpsmynd sem þar er og litla græna blett með þessum fallegu trjám sem þar eru? Við þurfum á svona stöðum að halda á Laugaveginum, litlum grænum lungum innan um byggingarnar. 

Það væri miður ef að áform um uppbyggingar miðbæjarkringlu á þessum reit ( þ.e. Laugarveg, Klapparstígs, Hverfisgötu  og Smiðjustígs)  verða til þess að ryðja burt því mannlífi sem þarna hefur náð að festa rætur og dafna. Það er ekki svo að skilja að ég sé á móti uppbyggingu í miðbænum, öðru nær, ég tel að það sé nauðsynlegt og margt gott gerst í þeim efnum t.d. við ofanverðan Laugarveg, en það verður að miðast fyrst og fremst að því að styrkja það sem er þegar til staðar. 

Væri ekki nær að aðlaga nýbyggingaráform að því sem er, til að mynda að færa bygginguna innar í reitinn á þessum stað, garðtorgið gæti verið einskonar aðkoma gangandi fólks að nýju miðbæjarkringlunni.

Það væri jafnvel hægt að hugsa sér að stækka þetta litla garðtorg eða tengja öðru stærra í baklóðinni og gera þar vistlegt svæði sem myndi njóta þess skjóls sem er þar, ásamt því að byggja nýtt eða endurnýja verslunarhúsnæði sem snéri inn í þetta nýja torg.

 Ég er hjartanlega sammála þeim sem talað var við varðandi niðurrif á Sirkus í sjónvarpinu um daginn að það er undarlegt að það þurfi meiri rök fyrir því að halda því gamla en að rífa og byggja nýtt.

Sirkusreitur - Loftmynd fengin hjá LUKR (www.borgarvefsjá.is) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband