Grotnandi Laugavegur

Það er athyglisverð grein sem Ólafur Þórðarson arkitekt skrifar á bloggsíðu sinni http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/481123/ þar sem hann fjallar um hvernig braskarar halda húsum og lóðum á Laugaveginum í gíslingu. Á meðan grotna húsin niður, eða eru hreinlega rifin og gapandi sárin skilin eftir.
Það er ömurlegt að fjárbraskarar geti leikið sér á þennan hátt að örlögum Laugavegar alveg skeytingalausir um framtíð hans. Enn eitt dæmið um græðgisvæðinguna eða hvað?  Það hlýtur að vera í valdi borgarstjórnar að gera eitthvað í þessum málum, ber mönnum ekki skilda að halda eignum sínum við og trygga að þær séu ekki til óþæginda eða slysahættu fyrir samborgara sína? . Þetta er vítahringur sem verður að brjóta.

Spurning hvað við fólkið getum gert, gerast hústökufólk til að halda húsunum lifandi?  Það gæti hreyft við einhverju. Kannski að unga fólkið sem sumt hvert er að bugast af greiðslubyrði gæti nýtt sér þessi hús.........

Það er þó eitt sem við getum gert til að auka veg og vanda Laugavegarins, að nota hann--USE IT OR LOOSE iT!!

Torgið við Hljómalind  Litli garðurinn við hliðina á Hljómalind er með sínum ljómandi fallegu reynitrjám einn af fáum grænum blettum við annars gráann Laugarveg. Þetta á nú allt að hverfa og er þegar farið að rífa Sirkus sem er þarna á bakvið. Þetta er frábær sólrikur staður sem færi vel á að gera að gera upp sem lifandi torg þar sem hægt væri að servera kaffi utandyra á sólrí,kum stöðum og jafnvel koma upp útimarkaði eins og stundum hefur verið gert.  

Sjáumst á Laugaveginum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband