Niðurnídd hús bjóða upp á íkveikju - hvað segir borgarstjóri

Það er ekki skrítið að niðurnídd hús verði fyrir íkveikju, þau bjóða upp á það. Það er efalaust eigendunum ekkert á móti skapi að kveikt sé í húsum sem þeir vilja rífa. Þetta er að verða til skammar hvernig mál eru á Laugarveginum og víðar, allt fullt af grotnandi húsum. Það væri gaman að heyra frá borgarstjóra varðandi stöðu gamalla grotnandi húsa í miðbænum. Nóg var við haft við að kaupa húsin á Laugarvegi 2-4.
mbl.is Grunur um íkveikju í Sirkushúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Yfirgefinn bíll á vegkannti býður uppá að hann sé skemmdur. Þó svo eigandinn vilji það ekki.  Þetta lýsir frekar virðingaleysi fólks fyrir eigum annarra en að bíllinn/húsið bjóði uppá það. Það sama má segja virðingaleysi eigenda húsa við Laugaveg fyrir nágrenninu sínu og samfélaginu í heild, að láta hús sitt grotna niður viljandi. Ætli það sé ekki eigandinn frekar sem er orðinn óþolinnmóður yfir öllum þessum löglega tíma sem skipulagsmál taka. Vonandi verður hægt að sekta þá eigendur husa sem sýna umhverfinu ekki þann sóma að halda þeim við.

Haffi, 24.3.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband