22.4.2008 | 19:07
Hallargarðurinn er tvíburi
Það er frábært framtak að stofna til hollvinasamtaka Hallargarðsins, ég ætla klárlega að vera meðlimur. Mér hefur lengi verið umhugað um þennan garð eins og fleiri lystigarða bæði í Reykjavík sem og víðar. Endurgerð garðsins í upprunalegri mynd styð ég eindregið, það er reyndar svo að það er tiltölulega auðvelt enda er garðurinn í grunnatriðum í sínu upprunalega formi, vantar helst gosbrunninn og steinhæðina.
Það er mikil skammsýni ef að menn fara að selja eða eyðileggja skrúðgarða bæjarins fyrir bæjarbúum útaf einhverjum stundarhagsmunum. Það vill gleymast að skrúðgarðar geta einnig verið menningarverðmæti eins og gömul hús.
Ég hef skrifað um Hallargarðinn og fleiri skrúðgarða á opinberum vettvangi, grein um Hallargarðinn og tvíburabróður hans Austurvöll á Ísafirði sem einnig hefur verið ógnað, greinarnar má nálgast hér.
Hollvinasamtök Hallargarðsins stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.